Hekl

Markmiðið með kennslu í hekli er að nemendur öðlist færni til sjálfstæðra vinnubragða og kunnáttu til framtíðar.

Kennd eru undirstöðuatriði í prjóni og hekli og læra nemendur að prjóna sokka, vettlinga, lopapeysu, gataprjón o.fl.
Heklaðir eru einfaldir hlutir og eitt stærra verkefni.

Hekl – HEK 1024
Undanfari: Enginn

Námsefni:
Ýmis blöð og ljósrit

Áfangalýsing
Nemendur læra helstu undirstöðuaðferðir í hekli og læra að hekla einfalda hluti og flóknari. Nemendur læra einfalda og tvöfalda stuðla, fastapinna og loftlykkjur. Nemendur læra að lesa uppskriftir af hekli, skilja munstur og skammstafanir og öðlist sjálfstæði og færni við að meðhöndla heklunál og vinna með henni.

Kennslumarkmið
Markmið náms er að gera nemendum kleift að hekla flíkur og aðra nytjahluti. Einnig er ætlast til að nemendur læri að lesa úr uppskriftum og geti unnið eftir þeim.

Mat einstakra verkefna
4 mismunandi prufur 20%
Smekkur 20%
Barnateppi 45%
Mæting og vinnumappa 15%

Námsmat
Ekkert próf er í þessum áfanga. Nemendur skila skyldustykkjum til einkunnagjafar.
Stykkin skulu vera þvegin og vel gengið frá öllum endum.
Handbragð, virkni í tímum og mæting reiknast inn í einkunn ásamt vinnumöppu.
Skili nemendur ekki öllum skyldustykkjum standast þeir ekki áfanga.