Saumur

Fatasaumur
Vélsaumur
Markmiðið er að nemendur öðlist færni í vélsaumi.
Farið er í helstu grunnatriði í fatasaumi með því að sauma barnaföt.
Nemendur læra að taka mál og gera sniðbreytingar eftir þörfum. Í áfanganum er saumuð flík/kjóll eftir eigin máli og hugmyndum.

Útsaumur
Markmiðið er að nemendur læri gamlar og nýjar útsaumsaðferðir, tileinki sér rétt handtök og nái færni í að skapa hluti sem geta orðið þeim og öðrum til gagns og ánægju.
Nemendur læra að yfirfæra mynstur á efni fyrir frálsan útsaum, læra hin ýmsu útsaumsspor s.s. varplegg, lykkjuspor, fræhnúta, flatsaum ofl. ásamt því að telja út fyrir krosssaum og harðangur og klaustur. Nemendur sauma meðal annars í dúka, vöggusett, púða og skírnarkjóla.

Fatasaumur – SAU 1034
Undanfari: Enginn

Fatasaumur – Ásdís Jóelsdóttir.
Handbækur saumavéla.
Ásamt verklýsingum í fatasaumi og útsaumi frá kennara.

Áfangalýsing
Nemendur læra að leggja snið á efni, merkja fyrir saumförum og klippa eftir sniði. Nemendur vinna með tilbúin snið og sauma einfaldar og meðalflóknar flíkur. Nemendur læra algengustu aðferðir við fatasaum, s.s. rykkingar, faldar, hnappagöt, ísetning rennilása, fóður í berustykki, föll og vinnslu utanáliggjandi vasa. Nemendur kynnast mismunandi efnum, fastofnum og teygjanlegum. Nemendur læra að þekkja muninn á náttúrulegum efnum og gerviefnum og geti tilgreint: kosti þeirra og galla, þvottameðferð, umhirðu og ástæðu fyrir blöndun trefjanna. Nemendur læra heiti á helstu fataefnum og geti lýst þeim lítillega. Nemendur læra á saumavél og fylgihluti hennar s.s. mismunandi nálategundir. Lagt er áhersla á að nemendur temji sér sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og séu í stakk búnir til að vinna eftir skriflegum leiðbeiningum og teikningum. Skil á heimavinnu er metið til einkunnar.

Kennslumarkmið
Að námi loknu á nemandi að geta lagt snið á efni og saumað einfalda flík. Jafnframt á nemandi að hafa vald á möguleikum saumavélar, tólum og tækjum sem nauðsynleg eru við saumaskap og geta unnið eftir leiðbeiningum og vinnuteikningum.

Kennsluverkefni
Farið yfir saumavélina, kynnt nauðsynleg áhöld, hugtök og merking þeirra.

Jersey barnapeysa saumuð.
Saumatækni:
· Saumað í teygjanlegt efni.
· Saumað með tvíburanál.
· Einbrotinn faldur.
· Ísetning erma.
· Hálslíning.
· Frágangur kanta.
Barnakjóll saumaður.
Saumatækni:
· Unnið með fastofið efni og fóður.
· Rykking.
· Tvöfaldur saumur.
· Hnappagöt.
· Að festa tölur.
· Tvíbrotinn faldur.
· Frágangur kanta.
· Að festa blúndur.
· Fóðrað berustykki.
Barna smekkbuxur saumaðar.
Saumatækni:
· Unnið með flauel.
· Hnappagöt og tölur.
· Utan á liggjandi vasar.
· Faldur með líningu.
· Frágangur kanta.
· Stunga og amerísk stunga.
Vöggusett
Saumatækni:
· Tvíbrotinn faldur.
· Ísetning bendlabanda og blindspor.
· Saumað lek.
· Stunga.
· Frágangur kanta.
· Tvöfaldur saumur.
· Frágangur með umslagsaðferðinni.
Greinagóðar verklýsingar og tilbúin snið fylgja öllum verkefnum.

Verkefnaskil
Nemendur skila fullunnum verkefnum. Verkefnum á að skila hreinum, straujuðum eða pressuðum. Skil á verkefnum eru tilgreind í kennsluáætlun og ber nemanda að skila verkefnum að morgni þess dags sem tilgreindur er.

Hópur A skilar:
Jersey peysu í lok fyrstu viku.
Barnakjól og smekkbuxum í byrjun fjórðu viku.
Vöggusetti í byrjun sjöttu viku.

Hópur B skilar:
Jersey peysu í byrjun annarrar viku eftir skipti.
Barnakjól og smekkbuxum í byrjun fjórðu viku eftir skipti.
Vöggusetti í byrjun sjöundu viku fyrir skipti.

Ætlast er til heimavinnu af nemendum. Skili nemandi ekki skylduverkefnum, dragast þau frá sem nemur hlutfalli af heildareinkun auk þess sem nemandi fær ekki einingu sem gefin er fyrir heimavinnu.
Réttur til breytinga áskilinn.

Námsmat
Sjá upplýsingar í SAU 2224 en námskeiðin eru kennd samhliða og ein einkunn gefin fyrir bæði fögin.

Fatasaumur – SAU 2224
Undanfari: Enginn.
Kennt samhliða SAU 1034

Námsefni:
Fatasaumur – Ásdís Jóelsdóttir.
Handbækur saumavéla.
Ásamt verklýsingum í fatasaumi og útsaumi frá kennara.
Tískublöð.

Áfangalýsing
Nemendur læra að taka mál. Nemendur vinna með snið úr blöðum og breyta eftir eigin máli. Nemendur velja sér verkefni sem inniheldur a.m.k. tvö af eftirtöldum tækniatriðum: rennilás, hnappagat, strengur, sniðsaumur, fellingar, lek, rykking, vasar, blindfaldur og fóður. Ekki er æskilegt að velja sér flík úr teygjanlegu efni í þetta verkefni. Nemendur sauma skírnarkjól að eigin vali og bæta við saumatæknina atriðum eins og tvöföldum saumi og vinnu með skáband. Nemendum eru kynntar aðferðir sem notaðar eru í fataviðgerðir og breytingar. Lögð er áhersla á að nemendur temji sér sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og séu í stakk búnir til að vinna eftir skriflegum leiðbeiningum og teikningum. Skil á heimavinnu er metin til einkunnar.

Kennslumarkmið
Að námi loknu á nemandi að geta ákveðið rétta sniðstærð eftir líkamsmálum, breytt að sínum eigin og notfært sér tískublöð og tilbúin snið. Nemandi á að hafa náð meiri færni í saumatækni og öðlast aukið sjálfstæði í fatagerð.

Kennsluverkefni
Flík að eigin vali sem inniheldur a.m.k. tvö af eftirtöldum tækniatriðum:
· Rennilás
· Hnappagat
· Strengur
· Sniðsaumur
· Fellingar
· Lek
· Rykking
· Vasar
· Blindfaldur
· Fóður

Skírnarkjóll saumaður
Saumatækni (mismunandi eftir því hvaða gerð nemandi velur að sauma)
· Tvöfaldur saumur
· Skáband
· Rykking
· Tvíbrotinn faldur
·Lek

Greinagóðar verklýsingar fylgja öllum verkefnum og snið af mismunandi skírnarkjólum.

Verkefnaskil
Nemendur skila fullunnum verkefnum. Verkefnum á að skila hreinum, straujuðum eða pressuðum. Skil á verkefnum eru tilgreind í kennsluáætlun og ber nemanda að skila verkefnum að morgni þess dags sem tilgreindur er.

Hópur A skilar:
Stóra saumaverkefninu í byrjun sjöundu viku.
Skírnarkjólnum í lok fimmtu viku eftir skipti.

Hópur B skilar:
Stóra saumaverkefninu í byrjun sjöundu viku eftir skipti.
Skírnarkjólnum í lok sjöttu viku eftir skipti.

Ætlast er til heimavinnu af nemendum. Skili nemandi ekki skylduverkefnum, dragast þau frá sem nemur hlutfalli af heildareinkunn auk þess sem nemandi fær ekki einingu sem gefin er fyrir heimavinnu.
Réttur til breytinga áskilinn.

Mat einstakra verkefna
Máltaka og vinna með snið 5%
Barnakjóll 10%
Barnabuxur 10%
Barnapeysa 5%
Kjóll/pils 30%
Vöggusett 10%
Skírnarkjóll 10%
Ástundun 10%
Skil verkefna 10%

Námsmat
Áfangarnir eru próflausir. Frumkvæði, handbragð og afköst eru metin yfir önnina. Í lok annar fer fram heildarmat með prófdómara og gefin er sameiginleg lokaeinkun fyrir báða saumaáfangana. Nemendur verða að ljúka báðum áföngum enda eru þeir kenndir samhliða.
Réttur til breytinga áskilinn.