Þrif

Markmið námsins er að kenna nemendum:
– almenna ræstingu heimila og meðferð ræstiefna
– að þvo heimilisþvott og ganga frá þvotti
– á þvottaleiðbeiningar og merkingar
– meðferð húsgagna og rafmagnstækja
Leitast er við að nota ávallt umhverfisvæn ræstiefni og flokka allan úrgang.

Þvottur og ræsting – HRL 1024
Undanfari: Enginn

Námsefni: Vinnulýsingar sem er samantekt kennara (mappa), ásamt leiðbeiningabæklingum frá leiðbeiningastöð heimilanna, t.d. um blettahreinsun og þvottamerkingar.

Áfangalýsing
Nemendur eiga að geta skipulagt og valið efni til ræstinga á heimahúsum sem og á tækjum og áhöldum. Einnig að nemandi geti ræst og hreingert hús ásamt húsbúnaði, fatnaði og persónulegum munum. Nemendur eiga að geta valið ræstiefni og sótthreinsiefni með tilliti til umhverfisvermdar og læri skammtastærðir og að fara varlega með sterk hreinsiefni.
Nemendur eiga að geta dúkað og lagt á borð fyrir veislur og margréttaðar máltíðir ásamt því að leggja á borð hversdags.

Kennslumarkmið
Markmið náms er að nemendur séu færir um að sjá um daglega ræstingu og þrif á heimilum og geri sér grein fyrir mikilvægi umhverfisvænna aðferða við ræstingar og val á hreinsiefnum.
Nemendur eiga að hafa skilning á mismunandi gerðum þvotta og hreinsiefna og geti lesið úr þvotta leiðbeiningum á flíkum og nota viðeigandi aðferðir. Einnig eiga nemendur að geta blettahreinsað fatnað og húsmuni og þurfa að skilja hvað átt er við með persónulegu hreinlæti, bæði hvað varðar líkamann sjálfann og fatnað.

Kennsluverkefni
Þrif og tiltekt í stofu, eldhúsi, sjónvarpsherbergi, handavinnustofu, stigagöngum, þvottahúsi, snyrtingum, geymslum, strauherbergi og svefnherbergi. Þvottur og meðferð á fatnaði og skólaþvotti ásamt frágangi. Í lok annar er hreingerning á skólahúsnæði. Nemendum er kennt hvaða hreinsiefni og tæki henta með tilliti hvað er verið að hreinsa. Nemendur hafa einnig umsjón með borðstofu á fimmtudögum (þá er yfirleitt þríréttað) og einnig fyrir foreldraboð. Nemendur fá yfirferðarlista þar sem þeir merkja við verkefni sem unnin hafa verið.

Auk þessa læra nemendur eftirfarandi:
Strauja rúmfatnað
Strauja dúka
Strauja skyrtur og blússur
Pressa buxur og jakka
Strekkja dúk
Þvo ullarflík
Bursta skó
Hengja upp og brjóta saman þvott og ganga frá
Fægja málma.
Setja í þvottavél velja þvottakerfi og hæfilegt magn þvottaefnis.
Leggja á borð bæði með dúkum og diskamottur ásamt því að brjóta servéttur.

Námsmat
Lokaeinkunn skiptist upp á eftirfarandi hátt:
Próf 90%
Mæting 10%