Vefnaður

Markmiðið er að vekja áhuga og skilning nemenda á vefnaði og veita jafnframt þá undirstöðuþekkingu sem þarf til að setja upp í vefstól og vefa algenga nytjahluti, s.s. rósaband, púða, barnateppi og værðarvoðir.

Leitast er við að kynna sem flestar gerðir vefnaðar.

Vefnaður – VEF 1036
Undanfari: Enginn

Námsefni: ýmis vefnaðarblöð og ljósrit frá kennara.
Áhaldafræði: Unnin af kennara.

Áfangalýsing
I vefnaði kynnast nemendur ýmsum vefnaðargerðum t.d. einskeftu, vaðmáli og nokkrum öðrum flóknari vefnaðaraðferðum. Farið er yfir þau handtök og aðferðir sem notaðar eru við að rekja og setja upp í vefstól. Nemendur læra að þekkja ýmsar vefnaðargerðir og fá tilsögn í textílfræði hvað varðar efnisval í stykki sem vefa á. Nemendur læri heiti á helstu hlutum vefstóls og þeim hjálpartækjum sem notuð eru í vefnaði.

Kennslumarkmið
Að nemandi kynnist vefstólum, fræðist um sögu hans gegn um tíðina og fái undirstöðu þekkingu í vefnaði og áhugi hans sé vakin til að afla sér frekari menntunnar á þessu sviði.

Kennsluverkefni.
Nemendur skila fjórum ofnum skyldustykkjum sem eru.
Barnateppi.
Værðarvoð (stór)
Rósaband (löber á borð eða til að hengja upp á vegg)
Trefill, púða, eða eitthvað annað af eigin vali
Nemendum gefst kostur á að gera aukastykki.

Verkefnaskil
Nemendur skila öllum fjórum ofnu verkefnunum þvegnum og eða pressuðum. Nemendur skila verkefnamöppu.

Mat einstakra verkefna
Rósaband 20%
Værðarvoð 20%
Barnateppi 20%
Stykki að eigin vali, uppsetning og mæting 40%

Námsmat
Áfanginn er próflaus og verkefni nemenda eru metin til einkunnar. Lagt er mat á vandvirkni, frágang, áhuga, mætingu og möppu. Skili nemandi ekki öllum skyldustykkjum stenst hann ekki áfanga.